fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Skurðlæknir sektaður fyrir að taka vitlausan fót af sjúklingi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 18:15

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurrískur skurðlæknir var nýlega sektaður um 2.700 evrur, sem svarar til um 400.000 íslenskra króna, fyrir að hafa tekið rangan fótlegg af 82 ára manni.

Skurðlæknirinn, 43 ára kona, sagði fyrir dómi að „mannleg mistök“ hefðu valdið þessu en dómarinn fann hana seka um grófa vanrækslu og sektaði hana um 2.700 evrur. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að skurðlæknirinn hafði merkt rangan fótlegg á sjúklingnum áður en aflimunin fór fram en þetta átti sér stað í maí á þessu ári í Freistadt. Tveimur dögum eftir aðgerðina áttað fólk sig á að vitlaus fótur hafði verið tekinn af manninum.

Ekkju mannsins, sem lést áður en málið kom fyrir dóm, voru dæmdar 5.000 evrur í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali