fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Klám er jákvætt fyrir kynlífið segja þátttakendur í sænskri rannsókn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 22:00

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða áhrif hefur það á fólk að horfa á klám? Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa nokkuð um það en samkvæmt niðurstöðum sænskrar rannsóknar þá eru flestir „klámneytendur“ ánægðir með þetta „áhugamál“ sitt og margir telja að klámáhorf bæti kynlífið þeirra.

Rannsóknin hefur verið birt í The Journal of Sexual Medicine. Videnskab.dk skýrir frá þessu. Haft er eftir Christian Graugaard, lækni og prófessor við Kynlífsrannsóknardeild Álaborgarháskóla, að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að klám sé útbreitt og að flestir klámneytendur telji klám vera til gagns og ánægju fyrir þeirra eigið kynlíf.

Sænska rannsóknin byggir á rannsókn á hegðun 14.135 þátttakenda. Karlarnir voru 6.169 og konurnar 7.966. Fólkið var á aldrinum 16 til 84 ára.

Graugaard sagði að rannsóknin sýni ákveðin tengsl sem valdi áhyggjum, til dæmis á milli óánægju með kynlíf og ákveðinna vandræða á kynlífssviðinu. En hann sagði ekki liggja fyrir hvaða tengsl eru á milli kláms og kynferðislegs heilbrigðis því rannsóknin sýni bara samtímamynd.

„Glímir maður við kynferðisleg vandamál af því að maður horfir á klám eða horfir maður á klám af því að maður glímir við kynferðisleg vandamál? Eða eru aðrir þættir sem valda því? Við fáum svarið við því þegar sömu þátttakendur verða rannsakaðir á nýjan leik eftir nokkur ár eða áratugi,“ sagði Graugaard.

Fleiri þátttakendur sögðu áhrif kláms vera jákvæð en þeir sem sögðu þau vera neikvæð. Hjá körlum átti þetta við um 23% en hjá konum um 15%. Um 5% þátttakenda af báðum kynjum sögðu áhrifin vera neikvæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“