fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Doktor Dauði hefur hannað sérstaka sjálfsvígsvél

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 11:00

Sjálfsvígsvélin. Mynd:Exit International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarco-vélin hefur fengið grænt ljós hjá svissneskum yfirvöldum að sögn framleiðenda hennar. Vélin gerir út af við þann sem er í henni hverju sinni á tæpri mínútu. Það er gert með því að minnka súrefnismagnið í vélinni, sem er eins og líkkista í laginu, niður fyrir það sem við mennirnir þurfum til að anda. Þetta er sagt tryggja skjótan og sársaukalausan dauðdaga.

Í Sviss er heimilt að aðstoða fólk við að binda enda á eigið líf og á síðasta ári nýttu um 1.300 manns sér þjónustu fyrirtækjanna Dignitas og Exit sem aðstoða fólk við að deyja. Fyrirtækin nota bæði lyfjablöndu sem veldur því að fólk fellur í djúpan svefn á tveimur til fimm mínútum og síðan deyr það.

Sjálfsvígsvélin er hönnuð af Dr Philip Nitschke, sem hefur verið nefndur Doktor Dauði, en hann er forstjóri Exit International, sem tengjast fyrrgreindu Exit fyrirtæki ekki neitt.

Hægt er að flytja vélina á milli staða, allt eftir óskum þess sem ætlar að nota hana. Það er því til dæmis hægt að staðsetja hana utanhúss þar sem glæsilegt útsýni er. Þegar að notandinn er látinn er hægt að taka kistuna úr sambandi við tækjabúnaðinn og nota hana sem líkkistu, hún brotnar niður í jarðveginum.

Sumir andstæðingar þess að fólk geti fengið aðstoð við að deyja segja óásættanlegt að aðferð á borð við þessa sé notuð því hún minni of mikið á Helför nasista þegar þeir notuðu gas til að drepa milljónir gyðinga. Aðrir hafa gagnrýnt útlit kistunnar og segja það svo framtíðarlegt að það varpi einhverjum ljóma á sjálfsvíg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir