fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Jólahald 100.000 Dana gæti verið í uppnámi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainpictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfangadagskvöld, önd í ofninum, pakkar undir jólatrénu og eitt besta kvöld ársins, að margra mati, að bresta á. En fyrir 100.000 Dani verða jólin kannski allt öðruvísi í ár en þeir eiga að venjast og eiginlega hálf dapurleg.

Ástæðan er hið skæða Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar sem fer mikinn í landinu þessa dagana en smitum af þess völdum fjölgar mikið dag hvern. Sérfræðingar segja að fjöldi Ómíkron tilfella geti tvöfaldast á hverjum tveimur dögum og ef svo fer þá verða tölurnar ekki lengi að verða ótrúlega háar. Þessi smit valda því að margir þurfa að vera í sóttkví og einangrun og svo gæti farið að á aðfangadag verði 100.000 Danir í sóttkví og einangrun.

„Það er mikið áhyggjuefni ef þetta heldur svona áfram. Ef þeim fjölgar á þessum hraða ráðum við ekki við það. Það geta allir reiknað út,“ hefur B.T. eftir Mads Albertsen, prófessor við Álaborgarháskóla.

Á mánudaginn greindust 966 smit af völdum Ómíkron, í gær voru þau 1.088 en þá var nýtt met sett varðandi fjölda smita á einum degi en 8.314 greindust þá með veiruna skæðu.

Danska smitsjúkdómastofnunin vinnur nú út frá þeirri sviðsmynd að smit af völdum Ómíkron muni tvöfaldast á tveggja daga fresti. Ef þetta er reiknað fram í tímann þá þýðir þetta að rúmlega 100.000 manns verða í einangrun eða sóttkví á aðfangadag.

Samkvæmt leiðbeiningum smitsjúkdómastofnunarinnar þá á fólk að fara í sóttkví og pcr-sýnatöku á fyrsta, fjórða og sjötta degi eftir að hafa verið nærri einhverjum sem greinist með smit. Sóttkví lýkur þegar neikvæð niðurstaða berst úr síðustu sýnatökunni. Smitaðir eru síðan í einangrun. Þessa leiðbeiningar gilda um alla, óháð því hvort þeir eru bólusettir eða hafa sjálfir smitast áður.

Til að bregðast við Ómíkron hafa heilbrigðisyfirvöld ákveðið að flýta því að gefa örvunarskammt af bóluefni gegn veirunni og á mánudaginn var opnað fyrir að allir 40 ára og eldri geti fengið örvunarskammt. Nú er bólusett í sérstökum bólusetningarmiðstöðvum, hjá heimilislæknum og í apótekum. Markmiðið er einfaldlega að bólusetja eins marga og hægt er fyrir áramót.

Smitsjúkdómastofnunin gerir ráð fyrir að dagleg smit verði orðin rúmlega 10.000 innan skamms, jafnvel í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?