fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Grænland – Sakfelldur fyrir að kæfa 11 ára stúlku í snjó

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 07:00

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Qaasuitsup á Grænlandi dæmdi í gær 28 ára karlmann til átta ára vistunar á réttargeðdeild fyrir að hafa orðið 11 ára stúlku að bana í Aasiaat sem er á vestanverðu Grænlandi. Hann réðst á stúlkuna í nóvember á síðasta ári, tók um háls hennar og lagðist ofan á hana þannig að andlit hennar þrýstist ofan í snjó. Hún kafnaði í snjónum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá grænlensku lögreglunni.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa verið valdur að dauða stúlkunnar. Hann neitaði að hafa gerst sekur um manndráp en viðurkenndi að hafa beitt hana ofbeldi sem leiddi til dauða hennar. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði átt að gera sér grein fyrir að miklar líkur væru á að stúlkan myndi látast í kjölfar árásar hans. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að það gerði málið enn alvarlegra að fórnarlambið var barn.

Tveir dómarar vildu dæma manninn til átta ára vistunar á réttargeðdeild en einn til sjö ára vistunar. Saksóknari hafði farið fram á 10 ára dóm. Hann íhugar nú hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum