fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ekki ætti að vanmeta Ómíkron þrátt fyrir fréttir um vægari sjúkdómseinkenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 08:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu fregnir benda til að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar valdi ekki eins alvarlegum veikindum og önnur afbrigði hennar. En það getur reynst hættulegt að gera ráð fyrir því að afbrigðið sé skárra en önnur afbrigði veirunnar að sögn sérfræðinga.

Á fundi á vegum suðurafrískra heilbrigðisyfirvald á mánudaginn sagði Unben Pillay, heimilislæknir í Midrand í útjaðri Jóhannesborgar, að afbrigðið sé enn nýtt og að þau tilfelli sem hann hafi séð hafi verið væg. „Við fáum sjúklinga með þurran hósta, hita, nætursvita og mikla beinverki. Bólusett fólk er yfirleitt ekki eins veikt,“ sagði hann.

Angelique Coetzee, heimilislæknir í Pretoríu, sagði að margir þeirra sjúklinga sem hún hafi tekið á móti hafi verið með óvenjuleg einkenni, aðallega mikla þreytu og engin hafi misst bragð- eða lyktarskyn.

Það geta liðið nokkrar vikur þar til við höfum fengið öruggar niðurstöður varðandi hvers eðlis Ómíkron er en vísbendingar eru um að bóluefni veiti að minnsta kosti einhverja vörn gegn afbrigðinu. Wassila Jassat, hjá suðurafrísku smitsjúkdómastofnuninni, sagði að í borginni Tshwane, þar sem Ómíkron uppgötvaðist fyrst, séu 87% sjúkrahúsinnlagna hjá óbólusettu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol