fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Enn einn rafmyntaþjófnaðurinn – 20 milljörðum stolið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 17:30

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitmart, sem kallar sig „The Most Trusted Crypto Trading Platform“, (áreiðanlegasta viðskiptavettvang rafmynta) er kannski ekki eins áreiðanlegur viðskiptavettvangur og af er látið. Að minnsta kosti tókst tölvuþrjóti að stela rafmyntum að verðmæti sem nemur tæplega 20 milljörðum þaðan.

Talsmenn fyrirtækisins skýrðu frá þessu fyrr í vikunni. Þeir segja að þrjóturinn hafi notað stolinn stafrænan lykil til að fá aðgang að tveimur svokölluðum „hot wallets“. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru þetta stafræn veski þar sem rafmyntin er geymd. „Hot“ þýðir að það er beinn aðgangur að veskinu í gegnum Internetið. Það er sú leið sem þrjóturinn notaði til að komast í veskin.

Bitmart segir að fyrirtækið muni sjálft bera kostnaðinn af þjófnaðinum og bæta tap þeirra sem urðu fyrir barðinu á þrjótinum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á honum.

Vegna málsins hefur notendum Bitmart verið gert ókleift að taka peninga út á meðan rannsókn stendur yfir á öryggismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“