fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 19:30

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að núverandi bóluefni gegn kórónuveirunni muni hafa sömu virkni gagnvart Ómíkronafbrigðinu og öðrum afbrigðum kórónuveirunnar. Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, í samtali við Financial Times.

„Ég get ekki ímyndað mér að hún (virknin, innsk. blaðamanns) sé jafn mikil og gagnvart Deltaafbrigðinu,“ sagði hann.

„Ég held að virknin verði mun minni. Hversu miklu minni, veit ég ekki því við verðum að bíða eftir gögnum. En allir vísindamenn, sem ég hef rætt við, eru á því að „þetta verði ekki gott“,“ sagði hann.

Ef Ómíkronafbrigðið, sem uppgötvaðist í Suður-Afríku í síðustu viku, reynist hafa meira þol gagnvart bóluefnum getur það haft fleiri smit í för með sér sem og sjúkrahúsinnlagnir. Það þýðir að þá lengist enn í heimsfaraldrinum sem hefur bráðum geisað í tvö ár.

Áður en Deltaafbrigðið varð hið ráðandi afbrigði sýndu rannsóknir að bóluefni Moderna veitti 86% vörn í upphafi árs. Þegar Deltaafbrigðið sótti í sig veðrið var vörnin komin niður í 76% samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem var birt í ágúst.

Ómíkron er frábrugðið öðrum afbrigðum vegna mikils fjölda stökkbreytinga sem stýra hegðun þess. Það getur valdið því að afbrigðið sé meira smitandi en önnur þekkt afbrigði veirunnar. Þessar stökkbreytingar þýða, að mati Bancel, að laga þurfi núverandi bóluefni að þeim.

Hann hafði áður sagt í samtali við CNBC að margir mánuðir geti liðið þar Moderna verði tilbúið með bóluefni sem virkar gegn Ómíkron.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að afbrigðið veki áhyggjur en rannsaka þurfi hvort það sé meira smitandi en önnur afbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“