fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Opna nýjan skemmtigarð þar sem olía er í aðalhlutverki

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 14:00

The Rig. Mynd:Pif.gov.sa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðast hvar um heiminn hefur fólk áttað sig á þeirri vá sem loftslagsbreytingarnar eru og reynir að verða minna háð olíu. Olíuríkið Sádí-Arabía er þar engin undantekning, að minnsta kosti ekki opinberlega.

Landið er stærsti olíuframleiðandi heims. Það hefur nú ákveðið að nota olíu við markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar. Nýlega var tilkynnt að reistur verði skemmtigarður þar sem olía verður í aðalhlutverki. CNN skýrir frá þessu.

Skemmtigarðurinn verður reistur á olíuborpalli sem er litlir 150.000 fermetrar. Skemmtigarðurinn hefur fengið nafnið „The Rig“ sem þýðir einfaldlega borpallur.

Pallurinn verður bæði skemmtigarður og staður til að fara í frí á. Þar verða þrjú hótel og 11 veitingastaðir. Þar verða einnig rússíbanar, teygjustökk og fallhlífarstökk.

Það er opinber fjárfestingasjóður landsins sem fjármagnar framkvæmdina sem er liður í þeirri áætlun að laða fleiri ferðamenn til landsins.

Milljónir ferðamanna koma árlega til landsins en það eru að stærstum hluta múslimar sem heimsækja hina heilögu borg Mekka. Ferðamenn frá Vesturlöndum eru ekki hversdagsleg sjón í landinu en það má líklega rekja til strangrar íslamskrar löggjafar landsins sem gengur þvert á það sem við á Vesturlöndum erum vön. Má þar nefna strangar reglur um réttindi og frelsi kvenna og almenn mannréttindi sem eru ekki í hávegum höfð í landinu.

Reiknað er með að „The Rig“ opni 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins