fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hann lést í flugslysi 1999 – Mörg hundruð stuðningsmenn Trump biðu endurkomu hans á þriðjudaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 05:57

Dealey Plaza. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn söfnuðust mörg hundruð stuðningsmenn QAnon-samsæriskenningarinnar saman við Dealey Plaza í Dallas í Texas en þar var John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, myrtur 1963. Ástæðan fyrir komu fólksins var að það var að bíða eftir að sonur forsetans, John F. Kennedy Jr., myndi birtast þar. En það þurfti ákveðna bjartsýni til að vonast eftir að hann léti sjá sig því hann fórst í flugslysi árið 1999, 38 ára að aldri.

En samt sem áður voru mörg hundruð stuðningsmenn QAnon mættir á staðinn og biðu þolinmóðir eftir endurkomu Kennedy Jr. Margir höfðu haft með sér klappstóla og aðrir héldu á skiltum og borðum. The Washington Post segir að ástæðan fyrir komu fólksins til Dealey Plaza sé nýlegur „spádómur“ sem hefur átt vaxandi vinsældum að undanförnu meðal þeirra sem aðhyllast samsæriskenninguna.

John Kennedy Jr. Mynd:Getty

QAnon er samsæriskenning sem gengur í stórum dráttum út á að hópur barnaníðinga, sem eru einnig djöflatrúar, reki alþjóðlegan barnaníðingshring. En bjargvættur barnanna og heimsins alls er að sögn enginn annar en Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti. Fylgjendum kenningarinnar hefur fjölgað mjög eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Donald Trump á fréttamannafundinum í gærkvöldi. Mynd:EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL

En svo aftur sé vikið að spádómnum um endurkomu John F. Kennedy Jr. þá gengur hann út á að hann hafi ekki látist í flugslysi 1999. Hann hafi einfaldlega haldið sig til hlés og lifað rólegu lífi. Hann hafi fengið nýtt nafn og verið sagður fjármálastjóri frá Pitisburgh. En samkvæmt kenningunni þá er hann nú tilbúinn til að stíga fram til að taka sér stöðu sem varaforsetaefni Donald Trump í næstu forsetakosningum en stuðningsfólk kenningarinnar vonast til að Trump bjóði sig fram á nýjan leik.

Margir þeirra sem biðu endurkomu Kennedy Jr. voru í bolum og peysum með áletruninni: „Trump and Kennedy 2024“. En eins og flestir geta eflaust gert sér í hugarlund þá rættist spádómurinn ekki og Kennedy birtist ekki.

Kenningin um endurkomu hans er sprottin af álíka kenningum sem hafa komið upp innan QAnon en rétt er að hafa í huga að margir innan QAnon trúa ekki á kenninguna um endurkomu Kennedy. Aðrar kenningar innan QAnon ganga út á að í raun sé það John F. Kennedy sjálfur sem er Q en Q er sá aðili eða aðilar sem standa á bak við QAnon. En ekkert af þessu fékkst staðfest í Dallas á þriðjudaginn.

John F. Kennedy Bandaríkjaforseti 1961-1963.

Steven Monacelli, sjálfstætt starfandi blaðamaður, lagði leið sína til Dealey Plaza á þriðjudaginn og lýsti því sem fyrir augu bar á Twitter. Hann sagði að það sem hann hefði lært af þessu væri að fólkið trúi því að John F. Kennedy, forseti, hafi verið Kristur endurfæddur og hafi risið upp frá dauðum á fjórða degi og hafi síðan notið verndar yfirvalda sem og sonur hans John F. Kennedy Jr. og 900 manns til viðbótar.

Einn viðstaddra var með bandarískan fána og sagði Monacelli: „Trump er hinn útvaldi.“

Hann sagði að fólkið væri ekki allt endilega stuðningsfólk QAnon en hafi lýst sjálfu sér sem stuðningsfólki Trump og að þau séu miður sín yfir niðurstöðum forsetakosninganna sem hafi verið svindlað í að þeirra mati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig