fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 08:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem byggja á gögnum um 120 milljónir Bandaríkjamanna, sýna að bóluefni gegn kórónuveirunni  virka vel til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar nýlega en hún byggir á heilbrigðisupplýsingum um rúmlega þriðjung Bandaríkjamanna eða um 120 milljónir. Fólkið býr í 24 ríkjum landsins. Í niðurstöðunni slær CDC því fast að 14 sinnum meiri líkur séu á að látast af völdum COVID-19 ef fólk er ekki bólusett.

TV2 hefur eftir Henrik Nielsen, prófessor í smitsjúkdómafærði og yfirlækni Háskólasjúkrahúsið í Álaborg í Danmörku, að rannsóknin sé svo stór og vel unnin að niðurstöðurnar séu alveg skýrar. „Það þarf ekki að slá neinn varnagla. Það þarf ekki að ræða hvort fólk er dáið eða ekki þegar aðeins þeir, sem hafa smitast, eru teknir með. Rannsóknin sýnir einnig að bóluefnin eru mikilvæg til að bjarga mannslífum. Tölurnar eru skýrar. Í hvert sinn sem 15 manns látast af völdum COIVD-19 í Bandaríkjunum þá eru 14 þeirra óbólusettir. Það þýðir að bóluefnin hafa gríðarlega mikil áhrif á líkurnar á að deyja,“ sagði hann.

CDC rannsakaði marga þætti í rannsókninni en þar sem Bandaríkjamenn eru ekki með kennitölu getur verið erfitt að fylgjast með heilsufari þeirra um lengri tíma. Einnig koma nokkrir óvissuþættir fram í rannsókninni. Til dæmis er komist að þeirri niðurstöður að óbólusettir séu sex sinnum líklegri til að smitast af COVID-19 en bólusettir. Hvað varðar þessa niðurstöðu verður að taka henni með ákveðnum fyrirvara að sögn Nielsen: „Við vitum ekki hvort þessir tveir hópar hegða sér mismunandi. Kannski hittir annar hópurinn fleira fólk en hinn. En hvað sem því líður, þá er þetta mikill munur.“

Hann benti einnig á að hugsanlega fari óbólusett fólk oftar í sýnatöku og því séu meiri líkur á að greinast með veiruna. Á móti kemur að rannsóknin beinist eingöngu að þremur þáttum, hvort fólk hafi greinst með veiruna, hvort það er bólusett og hvort það hafi látist af völdum COVID-19. Af þeim sökum telur Nielsen að enga varnagla þurfi að slá við niðurstöðurnar.

„Óháð öllu, þá sýna niðurstöðurnar að hægt er að koma í veg fyrir alvarlega veikindi og andlát ef stærsti hluti þjóðarinnar er bólusettur,“ sagði Søren Riis Paludan, prófessor við líflæknisfræðideild Árósaháskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða