fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 08:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjáum landsmanna. Ef þær birtast á skjánum eiga þær að vera með hijab. Þetta kemur fram í nýjum trúarlegum leiðbeiningum sem þessi nýju valdhafar í Afganistan hafa sent frá sér.

Þeir hvetja sjónvarpsstöðvar í landinu til að hætta að sýna þætti og kvikmyndir sem skarta konum í einhverjum hlutverkum. Þetta kemur fram í trúarlegum leiðbeiningum sem Talibanar sendu frá sér á sunnudaginn. Það var ráðuneyti dyggða og forvarna gegn löstum sem sendi leiðbeiningarnar út.

Í þeim eru kvenkyns fréttamenn og kynnar í sjónvarpi hvattar til að nota hijab þegar þær eru í útsendingu. „Þetta eru ekki reglur, heldur trúarlegar leiðbeiningar,“ sagði talsmaður ráðuneytisins.

Áður höfðu Talibanar innleitt reglur um klæðaburð kvenna í háskólum.

Þeir höfðu áður lofað að taka ekki upp jafn strangar reglur og voru í gildi þegar þeir voru síðast við völd.

Þeir hafa einnig lofað að tryggja frjálsa starfsemi fjölmiðla en margar fréttir hafa borist um að liðsmenn hreyfingarinnar hafi ráðist á blaðamenn og áreitt þá.

Í fyrrgreindum leiðbeiningum eru sjónvarpsstöðvar einnig beðnar um að sýna ekki kvikmyndir eða þætti þar sem myndir af spámanninum Múhameð eða öðrum áberandi persónum úr íslamstrú eru birtar. Ráðuneytið hvetur einnig til þess að myndir, þar sem andstaða við íslamstrú eða afgönsk gildi kemur fram, verði ekki sýndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi