fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 16:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir en þetta hefur verið vaxandi vandamál síðan heimsfaraldurinn skall á. Stéttarfélög hafa varað við þessu og segja óásættanlegt að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum þegar það sinnir störfum sínum. Svo virðist sem hótanirnar færist í aukana eftir því sem spennan í þýsku samfélagi vex vegna stöðu heimsfaraldursins.

„Læknar tilkynna oftar og oftar um fjandskap og hótanir eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ sagði Susanne Johna, formaður læknasamtakanna Marburger Bund, í samtali við Funke Mediengruppe. Hún sagði einnig að heilbrigðisstarfsfólk, sem hvetur til bólusetninga gegn kórónuveirunni, verði oftar fyrir hótunum.

Þýska sambandslögreglan, Bundeskriminalamt (BKA) sagði nýlega að andstæðingar bólusetninga og þeir sem afneita kórónuveirufaraldrinum ógni öryggi bólusetningamiðstöðva og heilsugæslustöðva.

Johna sagðist sjálf hafa þurft að loka á fólk á Twitter og Facebook vegna hótana sem henni berast á samfélagsmiðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“