fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Valin kennari ársins – Nokkrum dögum síðar breyttist allt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 06:04

Caroline Melanie Lee. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Caroline Melanie Lee, sextugur kennari, valin kennari ársins í Darnell-Cookman School of the Medicalt Arts í Jacksonville í Flórída. Í kjölfar þess að tilkynnt var um valið á Instagramsíðu skólaumdæmisins á miðvikudag í síðustu viku tóku málin nýja stefnu.

Í athugasemd við Instagramfærsluna spurði nemandi við skólann hvort þetta væri ekki sami kennarinn og hefði notað „n-orðið“ í kennslustund á síðasta ári. WPTV skýrir frá þessu.

Lee svaraði þessu og sagði að orðið hefði verið notað í tengslum við umfjöllun um bók John Steinbeck, Mýs og menn. Nemandinn svaraði þessu og sagði að ekki væri í lagi að nota orðið. Nemandinn er undir lögaldri og hefur ekki verið nafngreindur af þeim sökum.

Þegar þessi nemandi mætti í skólann á föstudaginn var henni sagt að Lee vildi ræða við hana í einrúmi í kennslustofunni. Nemandinn var ekki skráður í neina áfanga hjá Lee á þessari önn.

Nemandinn sagði lögreglunni að hún hafi sest niður í kennslustofunni og hafi Lee þá teygt sig yfir borðið og slegið hana nokkrum sinnum með flötum lófa. Þetta varð til þess að stúlkan fékk blóðnasir. Lögreglan segir að Lee hafi haldið áfram að slá stúlkuna og blóð hafi fossað úr nefi hennar. Einnig hafi Lee kallað hana ýmsum ljótum nöfnum.

The Florida Times-Union segir að Lee neiti að hafa slegið nemandann og að þar standi orð á móti orði. Hún sagðist hafa viljað ræða við nemandann því henni hafi fundist færslan á Instagram vera „morðhótun“.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýna Lee ganga hratt að kennslustofunni skömmu áður en hin meinta árás átti sér stað. Einnig sést nemandinn yfirgefa kennslustofuna um fjórum mínútum síðar og halda fyrir andlit sitt. Hún fór beint á skrifstofu skólastjórnenda og tilkynnti um málið.

Lee var handtekin á föstudaginn og færð fyrir dómara á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“