fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Ótrúlegt mál – Húsinu hans var stolið og það selt á meðan hann var að heiman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 06:58

Frá Englandi. Mynd:GoogleMaps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Bretanum Mike Hall hafi brugðið illa í brún þegar nágranni hans hringdi í hann dag einn í ágúst. hann flutti Hall ekki nein gleðitíðindi því hann sagði honum að búið væri að selja húsið hans í Luton. Það eitt og sér er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Hall hafði alls ekki sett húsið á sölu.

BBC skýrir frá þessu. Hall starfar sem prestur í norðurhluta Wales, í um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Luton. Það er því ekki óalgengt að hann sé fjarverandi frá Luton um langa hríð.

Hall flýtti sér heim og við heimkomuna komst hann ekki inn í húsið. Það var búið að skipta um skrá. Húsið var tómt og hann hitti mann sem hafði verið ráðinn til að taka lóðina í gegn. Þegar þarna var komið við sögu hafði Hall fengið nóg og hringdi í lögregluna.

Skömmu síðar kom iðnaðarmaðurinn aftur og nú var faðir „nýja húseigandans“ með í för. Hann sagði Hall að sonur hans hefði keypt húsið í júlí. Hann gat framvísað skjölum sem virtust vera í lagi og því komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gert meira fyrir Hall að sinni.

Fréttamenn BBC hafa skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að húsið hafi verið selt án samþykkis Hall. Þeir telja að persónuupplýsingum hans hafi verið stolið og notaðar til að selja húsið. Seljandinn gaf sig að minnsta kosti út fyrir að vera Mike Hall og húsið var selt og gengið frá tilheyrandi pappírsvinnu.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og fasteignasalinn hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. BBC segir að húsið hafi verið selt fyrir sem svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks