fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Heimsfaraldurinn hefur kostað 28 milljónir æviára

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 15:30

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Oxfordháskóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi kostað 28 milljónir æviára fram að þessu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu með því að skoða dánartölur og á hvaða aldri fólk var þegar það lést af völdum COVID-19. Þetta er stærsta rannsóknin sem gerð hefur verið til þessa á áhrifum faraldursins.

Rannsóknin náði til 37 ríkja og var skoðað á hvaða aldri fólk var þegar það lést og borið saman við ævilíkur í viðkomandi ríkjum. Segja vísindamennirnir að líklega séu tölurnar mun hærri því fá ríki frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku voru tekin með því lítið er um gögn frá þeim. Til viðbótar glötuðu æviárunum þá hafa lífslíkur styst í mörgum ríkjum vegna faraldursins. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ.

The Guardian hefur eftir Nazrul Islam, sem stýrði rannsókninni, að rannsakendum hafi verið mjög brugðið yfir því sem þeir komust að. „Við urðum að gera hlé á ákveðnum tímapunkti til að fara yfir allt aftur,“ sagði hann. Hann sagði að sér væri mjög brugðið yfir tölunum og ekkert hafi haft eins mikil áhrif á hann á lífsleiðinni og heimsfaraldurinn.

Frá 2005 til 2019 jukust ævilíkur karla og kvenna í öllum ríkjunum 37 sem rannsóknin náði til. 2020 breyttist þetta hins vegar. Þá jukust ævilíkur fólks í Noregi, Nýja-Sjáland og Taívan en í Danmörku, Íslandi og Suður-Kóreu varð engin breyting á. Í öllum hinum ríkjunum styttust ævilíkurnar hins vegar á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp
Pressan
Í gær

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt mál í Austurríki – 12 ára stúlka gerði aðgerð á heila manns

Ótrúlegt mál í Austurríki – 12 ára stúlka gerði aðgerð á heila manns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 3 dögum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan