fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Var næstum búin að henda demantinum – Er 350 milljóna króna virði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 07:56

Umræddur demantur. Mynd:Featonby‘s Auctioneers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona á áttræðisaldri var nýlega að taka til heima hjá sér og fann þá meðal annars demant og fleiri muni sem hún hafði keypt á flóamarkaði fyrir mörgum árum. Þar sem hún átti leið til North Shields, North Tyneside, ákvað hún að fara með demantinn og fleiri skartgripi til uppboðshúss þar til að kanna hvort einhver verðmæti væru í skartgripunum.

BBC hefur eftir Mark Lane, hjá Featonby‘s Auctioneers, að honum hafi brugðið mjög þegar endanlegt verðmat lá fyrir. „Konan kom inn með skartgripi í poka og ætlaði bara að kanna með verðmæti þeirra þar sem hún átti leið hjá. Demanturinn hafði verið geymdur í kassa ásamt giftingarhring hennar og ódýrum skartgripum. Við sendum hann til samstarfsaðila okkar í Antwerpen sem staðfesti að hann er 34 karöt,“ sagði Lane.

Hann sagði að konan haldi að hún hafi keypt demantinn á flóamarkaði en muni það ekki alveg fyrir víst. Henni hafi aldrei dottið í hug að um raunverulegan demant væri að ræða. „Hún sagðist hafa verið að taka til og að hann hefði næstum því lent í ruslinu en nágranni hennar hafi bent henni á að láta verðmeta hann,“ sagði hann.

Demanturinn verður boðinn upp í lok nóvember en reiknað er með að tvær milljónir punda, sem svara til um 350 milljóna íslenskra króna, fáist fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“