fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Harmleikurinn þegar Alec Baldwin skaut Halyna Hutchins – Svona voru síðustu mínúturnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 07:04

Alec Baldwin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá reikna ég með að ég taki byssuna upp, miði og segi: Bang!“ Þetta sagði Alec Baldwin nokkrum sekúndum áður en hann skaut Halyna Hutchins, kvikmyndatökukonu, til bana við upptökur á kvikmyndinni „Rust“ þann 22. október síðastliðinn.

Los Angeles Times skýrir frá þessu en blaðið hefur birt ítarlega grein um þennan hörmulega atburð og byggir hana á frásögnum vitna.

Baldwin vissi ekki að alvöru skot voru í skammbyssu sem hann átti að nota í einu atriði og af þeim sökum skaut hann Hutchins til bana og særði leikstjórann Joel Souza.

„Hvað í fjandanum gerðist?“ er Baldwin sagður hafa öskrað hvað eftir annað eftir að hann skaut úr byssunni.

„Hvað í helvíti var þetta? Þetta svíður!“ er Souza sagður hafa öskrað á hann á móti.

Vitni segja að Hutchins hafi dottið og verið gripin af samstarfsmanni og fossblætt hafi úr skotsárinu. Fólk hljóp til hennar öskraði í örvæntingu að hringja ætti í neyðarlínuna.

„Þetta lítur ekki vel út,“ sagði samstarfsmaður hennar við hana og hún svaraði að sögn: „Nei, þetta lítur ekki vel út, þetta er alls ekki gott.“ Skömmu síðar tók hún síðasta andardráttinn og lést.

Mörg þeirra vitna sem Los Angeles Times ræddi við segja að almennt séð hafi „öngþveiti“ ríkt við upptöku myndarinnar frá upphafi.

Rannsókn lögreglunnar stendur enn yfir og því mega vitni ekki tjá sig opinberlega um málið og njóta því nafnleyndar í umfjöllun blaðsins.

Eitt vitnið sagði að bæði Hutchins og Souza hafi fallið til jarðar þegar Baldwin skaut úr byssunni og strax hafi verið ljóst að þetta væri alvarlegt. „Ég leit á hana og sá gat sem blóð streymdi úr og síðan byrjaði fólk að öskra og það varð ringulreið,“ sagði eitt vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu