fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Ranghugmyndir um bóluefni urðu til þess að Jeffrey myrti þrennt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 18:00

Jeffrey Burnham. Mynd:ALLEGHENY COUNTY SHERIFF'S OFFICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffrey Burnham, 46 ára, heldur að bandarísk stjórnvöld eitri fyrir landsmönnum með bóluefnum gegn kórónuveirunni. Af þeim sökum myrti hann bróður sinn, sem vann í apóteki, mágkonu sína og gamla konu sem var fjölskylduvinur.

Þetta er að minnsta kosti mat lögreglunnar. Burnham var handtekinn síðasta föstudag. Daginn áður fundust bróðir hans, Brian Robinett 58 ára, og eiginkona hans, Kelly Sue Robinette 57 ára, látin á heimili sínu í Baltimore. Þau höfðu verið skotin til bana. Rebecca Reynolds, 83 ára fjölskylduvinur, fannst einnig látin.

Eftir morðin flúði Burnham í rauðri Corvettu bróður síns. Lögreglan í Vestur-Virginíu sá til ferða hans á bílnum og handtók hann. Heima hjá honum fann lögreglan tómar umbúðir utan af skotum í Smith & Wesson skammbyssu.

Daginn fyrir morðin hafði móðir hans gert lögreglunni viðvart og sagðist hafa áhyggjur af andlegri heilsu hans og sagði að hann hefði sagt bróður sínum að hann teldi að bóluefnin gegn kórónuveirunni væru eitur sem bandarísk yfirvöld væru að dæla í landsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat