fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Eftir bilunina hjá Facebook í vikunni vill fyrirtækið draga úr möguleikum starfsfólks til heimavinnu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 18:00

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta færri starfsmenn Facebook unnið heima en áður. Ástæðan er sú alvarlega bilun sem kom upp fyrr í vikunni þegar samfélagsmiðillinn og aðrir miðlar í hans eigu voru óvirkir í nokkrar klukkustundir.

Í kjölfar bilunarinnar ákváðu stjórnendur miðilsins að draga úr möguleikum starfsfólks til að vinna heima. Þetta gengur þvert á fyrri ákvarðanir um að leyfa starfsfólki að vinna heima.

Talsmenn Facebook segja að bilunin hefði haft minni áhrif ef fleiri starfsmenn hefðu verið til staðar á skrifstofum fyrirtækisins.

Auk Facebook þá lágu Messenger, Instagram og WhatsApp niðri. Einnig urðu aðgangskort starfsfólks óvirk þannig að það komst ekki inn á skrifstofu sínar þar sem netþjónar fyrirtækisins eru.

Framvegis verða þeir starfsmenn sem vilja vinna heima að senda inn formlega beiðni þar um og hver umsókn verður metin sérstaklega.

Google hefur tekið upp sömu reglur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn