fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Á ekki sjö dagana sæla vegna þáttanna Squid Game – Síminn stoppar ekki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreska þáttaröðin Squid Game hefur slegið í gegn á Netflix en fyrir suðurkóresku konuna Kim Gil-young hafa vinsældir þáttanna ekki verið mikill gleðigjafi. Síminn hennar stoppar ekki vegna þáttanna þrátt fyrir að hún tengist þáttunum ekki á neinn hátt, eða hvað?

Frá því að þættirnir voru teknir til sýninga hefur hún fengið mörg þúsund símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem hefur séð þættina sem verða hugsanlega vinsælustu þættirnir sem Netflix hefur sýnt frá upphafi. Það er að minnsta kosti mat Netflix.

Í þáttunum fá 456 örvæntingarfullir og skuldum vafðir einstaklingar dularfullt nafnspjald með símanúmeri á. Getur fólkið hringt í númerið ef það vill taka þátt í baráttu um risastóra peningaupphæð og er keppt í kóreskum barnaleikjum. En það hefur alvarlegar afleiðingar að taka þátt.

En vandinn sem Kim Gil-young stendur frammi fyrir er að símanúmerið sem sést á nafnspjaldinu í þáttunum er símanúmerið hennar. Er óhætt að segja að hún sé orðin þreytt á öllum símtölunum og skilaboðunum.

Netflix og Siren Pictures, sem framleiddu þættina, hafa ákveðið að breyta þeim atriðum í þáttunum þar sem símanúmerið hennar sést í þeirri von að nú færist ró yfir. Netflix hvetur fólk einnig til að hætta að hringja í hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali