fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:27

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Talibanar hafi myrt 13 manns af ætt Hazara í Afganistan eftir að þeir tóku völdin í landinu. Þetta gerðist 30. ágúst í bænum Kahor í Khidir-héraðinu. Amnesty hefur ný gögn undir höndum sem sanna þetta að sögn samtakanna.

11 hinna myrtu voru fyrrum liðsmenn afganskra öryggissveita. 9 þeirra voru drepnir með beinni aftöku að því er segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Tveir til viðbótar, óbreyttir borgarar, voru einnig drepnir þegar þeir reyndu að flýja. Annar þeirra var 17 ára stúlka.

Talibanar segja þetta ekki rétt en Amnesty styðst við framburð sjónarvotta, ljósmyndir og myndbandsupptökur.

„Þessar kaldrifjuðu aftökur eru enn ein sönnun þess að Talibanar fremja samskonar hryllingsverk og þeir voru alræmdir fyrir þegar þeir voru síðast við völd í Afganistan,“ segir Agnés Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International í fréttatilkynningunni.

Samtökin segja að erfitt sé að staðfesta framferði Talibana því þeir hafa bannað notkun farsíma í mörgum héruðum Afganistan. Samtökin hafa þó fengið ljósmyndir sem sýna þegar liðsmenn Talibana skutu á fólk í lok ágúst. Á myndunum sést að margir hinna látnu eru með skotsár á höfði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju