fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Pressan

Fjarlægðu eitt kíló af nöglum, skrúfum og rakvélablöðum úr maga manns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum mánuði gleypti maður, sem býr í borginni Klaipeda í Litháen, rúmlega eitt kíló af litlum málmhlutum. Þetta gerði hann eftir að hann hætti að drekka áfengi.

Skurðlæknar á háskólasjúkrahúsinu Klaipeda fjarlægðu þetta úr maga hans á fimmtudaginn og má því segja að vinnudagurinn hafi verið mjög óvenjulegur hjá þeim.

Maðurinn kom á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum magaverkjum. Röntgenmyndataka leiddi í ljós að hann var með allt að 10 sentimetra langa málmhluti í maganum. Þeir höfðu skaðað fremsta hluta magans og var maðurinn í lífshættu.

Hann var því skorinn upp og fjarlægðu læknar rúmlega eitt kíló af nöglum, skrúfum, rakvélablöðum, tréskrúfum og öðrum aðskotahlutum úr maga mannsins. Aðgerðin tók rúmlega þrjár klukkustundir. LRT skýrir frá þessu.

Maðurinn skýrði læknum ekki frá undarlegu mataræði sínu þegar hann mætti á sjúkrahúsið en læknar sögðu í samtali við LRT að hann hafi byrjað að gleypa málmhluti eftir að hann hafði hætt að neyta áfengis fyrir um mánuði síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“