fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Frystivörurnar í Álaborg reyndust ansi sérstakar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 06:23

Það var vel gengið frá peningunum innan um frystivörurnar. Mynd:Danska tollgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum vöktu nokkur bretti með frystivörum athygli danskra tollvarða. Brettin komu til Grønlandshavnen í Álaborg. Samkvæmt farmskjölum var aðeins um venjulegar frystivörur að ræða á brettunum en skoðun tollvarða leiddi allt annað í ljós.

Á brettunum hafði 7,7 milljónum danskra króna, í reiðufé, verið komið vel fyrir innan um frystivörurnar.

Þetta er ekkert klink sem um ræðir. Mynd:Danska tollgæslan

Í tilkynningu frá tollgæslunni segir að peningarnir hafi verið vel faldir innan um frystivörur. Í ysta lagi pakkanna var ekkert markvert en eftir að þeir höfðu verið skannaðir og hundar, sem eru sérþjálfaðir til leitar að peningum, höfðu farið yfir pakkana fundust peningarnir.

Lögreglan tók við rannsókn málsins og er það nú höndum grænlensku lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau