fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:05

Verðhækkanir og skortur á ýmsum vörum hafa gert vart við sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Jack Dorsey, forstjóri Twitter, sé ekki bjartsýnn hvað varðar nánustu framtíð. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu þá mun vöruskortur væntanlega gera vart við sig fyrir jólin vegna vandræða með flutning á vörum á milli heimsálfa. En miðað við það sem Dorsey segir þá líkur vandræðunum ekki þar.

„Óðaverðbólga mun breyta öllu. Það mun gerast,“ tísti hann 23. október. Insider skýrir frá þessu. Með þessu er hann að benda á verðhækkanir sem nú koma fram á vörum og þjónustu í Bandaríkjunum og víðast hvar um heiminn.

Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á héldu Bandaríkjamenn fast um budduna og drógu úr neyslu sinni og það sama gerði fólk í mörgum öðrum löndum. En síðan fór að rætast úr og fólk fór aftur að eyða peningum og verslanir þurftu að panta vörur til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta hefur valdið miklu álagi á vöruflutningakerfi heimsins og nú er svo komið að það ræður ekki við álagið. Það eru margir samverkandi þættir sem valda þessu, meðal annars skortur á flutningabílstjórum og starfsfólki til að meðhöndla vörurnar á ýmsum stigum flutninga.

Af þessum sökum bíða verslunareigendur og innflytjendur víða um heim óþreyjufullir eftir að vörurnar þeirra komi í hús en þær eru fastar í gámum víðs vegar um heiminn.

Dorsey segir að þetta geti valdið óðaverðbólgu sem muni valda því að verð á vörum og þjónustu muni hækka stjórnlaust um hríð. Óðaverðbólga er oft afleiðing af krísum á borð við stríð eða eins og nú heimsfaraldurs og meðfylgjandi vandræða við vöruflutninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“