fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Ætla að byggja 1.300 íbúðir fyrir landtökufólk á Vesturbakkanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 08:00

Palestínumenn og Ísraelsmenn takast oft á vegna byggða landtökufólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska ríkisstjórnin hefur í hyggju að halda áfram að stækka umdeildar byggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Í gær sendi hún byggingu 1.355 nýrra íbúða í útboð. Þessar fyrirætlanir eru harðlega gagnrýndar af Palestínumönnum, Jórdönum og friðarsinnum.

Mohammad Shatayyeh, forsætisráðherra Palestínu, hvetur alþjóðasamfélagið og þá sérstaklega Bandaríkin til að „takast á“ við Ísrael um þetta. Hann segir þessar fyrirætlanir ögrun við Palestínumenn.

Samkvæmt áætlununum á að byggja 729 íbúðir í bænum Ariel og 346 í Beit El. „Við framkvæmum það sem við höfum lofað,“ sagði Seev Elkin, húsnæðismálaráðherra.

Auk þessar 1.355 íbúða sem nú verða boðnar út verða 2.000 íbúðir til viðbótar byggðar fyrir landtökufólk sögðu heimildarmenn í hernum í ágúst.

Ísrael hernam Vesturbakkann í sexdagastríðinu 1967. Í dag búa um 600.000 gyðingar, landtökufólk, í 200 byggðum á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem.

Öryggisráð SÞ sagði árið 2016 að landtakan bryti gegn þjóðarrétti og hvatti Ísrael til að hætta byggingu íbúða á hernumdu svæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi