fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Pressan

Jörðin lýsir minna en áður

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. október 2021 08:00

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin lýsir ekki nærri því eins mikið og hún gerði áður. Á síðustu árum hefur birtan, sem berst frá jörðinni, minnkað hratt. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Big Bear Solar Observatory hjá New Jersey Institute of Technology. Á síðustu 20 árum hafa þeir notað sérstakan sjónauka til að mæla það sem þeir kalla „earthshine“ (jarðarljómi).

CNN skýrir frá þessu og vitnar í rannsókn vísindamannanna sem hefur verið birt í vísindaritinu Advancing Earth and Space Science. „Earthshine“ er það fyrirbæri sem á sér stað þegar ljós frá sólinni endurkastast frá jörðinni á dökku hlið tunglsins og síðan aftur til jarðarinnar. Þetta ljós hefur dofnað að sögn vísindamannanna.

Philip Goodie, sem er prófessor í eðlisfræði og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að jörðin endurkasti um það bil hálfu vatti minna af ljósi á hvern fermetra en hún gerði fyrir 20 árum. Í heildina svarar þetta til að endurkastið hafi minnkað um 0,5 prósent.

Hálft vatt á hvern fermetra svarar til um tíunda hlutar rafmagnsnotkunar venjulegrar sparperu.

Samdrátturinn í endurkasti birtunnar varð þó fyrst áþreifanlegur fyrir þremur árum, árin 17 á undan breyttist endurkastið nær ekkert.

Vísindamennirnir segja að ástæðan fyrir breytingunni á endurkastinu geti verið að á síðustu árum hefur skýjum fækkað yfir jörðinni og því gat ljós frá sólinni ekki lent á þeim og endurkastast út í geiminn.

CNN segir að mesti samdrátturinn í endurkastinu sé yfir vesturströnd Norður- og Suður-Ameríku en á þessu svæði hefur yfirborðshiti sjávar hækkað vegna hinna svokölluðu Pacific Decadal Oscillation (PDO) frávika. PDO eru frávik að náttúrulegum ástæðum sem breyta hitanum í norðurhluta Kyrrahafsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenningarnar fóru á flug eftir að dánarorsök Laundries var opinberuð – „Hvar er byssan?“

Samsæriskenningarnar fóru á flug eftir að dánarorsök Laundries var opinberuð – „Hvar er byssan?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað kom fyrir Kim Jong-un?

Hvað kom fyrir Kim Jong-un?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan