fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Eiginmaður hlaupastjörnunnar grunaður um að hafa myrt hana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 17:30

Agnes Tirop. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fannst keníska hlaupastjarnan Agnes Tirop látin á heimili sínu í Kenía. Hún var með stungusár á maga og í hnakkanum. Lögreglan telur að eiginmaður hennar hafi orðið henni að bana. Tirop hafði tvisvar unnið til bronsverðlauna á HM í frjálsum íþróttum.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að lík hennar hafi fundist á heimili hennar í Iten í gær en faðir hennar tilkynnti lögreglunni daginn áður að hennar væri saknað. Tom Makori, lögreglustjóri, sagði að Tirop hafi verið í rúmi sínu þegar lögreglan kom á vettvang. „Það var blóðpollur á gólfinu. Frumrannsókn bendir til að maðurinn hennar hafi verið að verki,“ sagði Makori.

Lögreglan leitar nú að eiginmanninum.

Tirop var 25 ára. Hún varð heimsmeistari í víðavangshlaupi 2015 og fékk bronsverðlaun í 10.000 metra hlaupi á HM 2017 og 2019. Hún varð í fjórða sæti í 5.000 metra hlaup á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“