fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Segir að minnst fjórir séu látnir í Kongsberg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 20:11

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fjórir létust í árásinni í Kongsberg í kvöld. Lögreglumaður var skotinn í bakið með ör. Drammens Tidende skýrði frá þessu fyrir nokkrum mínútum.

Lögreglan skýrði frá því á fréttamannafundi fyrr í kvöld að margir væru særðir og látnir eftir árásina og að árásarmaðurinn hefði verið handtekinn.

Á tíunda tímanum, að norskum tíma, var tekin ákvörðun um að allir norskir lögreglumenn skuli bera skotvopn tímabundið í ljós atburðanna í Kongsberg. Þeir eru alla jafna ekki vopnaðir skotvopnum.

Lögreglan boðaði til annars fréttamannafundar klukkan 22 að staðartíma. Á honum kom fram að margar tilkynningar hafi borist klukkan 18.30 um mann vopnaðan mann sem færi um bæinn og væri að skjóta á fólk. Árásarmaðurinn var handtekinn klukkan 18.47. Hann er talinn hafa verið einn að verki. Ekki liggur fyrir hvort um hryðjuverk var að ræða en verið er að rannsaka þann möguleika, ástæða er til að rannsaka það sagði lögreglustjórinn. Hinn handtekni er karlmaður, meira vildi lögreglan ekki segja um hann.

Lögreglan í bænum fékk aðstoð frá öðrum lögregluliðum því ástandið var óviðráðanlegt að sögn lögreglustjórans í Kongsberg. Hann vildi ekki skýra frá hversu margir væru látnir.

Erna Solberg, forsætisráðherra, hefur boðað til fréttamannafundar nú á eftir.

 

Grunur um hryðjuverk í Noregi – Margir látnir og særðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?