fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Facebook lokar á Trump – Hegðun hans sé hættuleg lýðræðinu

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 16:53

President Donald Trump speaks before signing an executive order aimed at curbing protections for social media giants, in the Oval Office of the White House, Thursday, May 28, 2020, in Washington. (AP Photo/Evan Vucci)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Zuckerberg, forstjóri samfélgsmiðlarisans Facebook, hefur greint frá því að lokað verði á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta að miðlinum tímabundið. Þetta kemur fram í færslu frá Zuckerberg á Facebook, sem hefst svona:

„Óhugnanlegir atburðir síðasta sólarhrings sýna augljóslega fram á að Donald Trump ætlar sér að nota það sem eftir er af kjörtímabili sínu til að grafa undan friðsælum og löglegum valdaskiptum til verðandi forseta, Joe Biden.“

Zuckerberg segir að Trump hafi ýtt undir hegðun þeirra sem brutust inn í Bandaríkjaþing frekar en að fordæma hana. Þá hafi Facebook eytt færslum hans vegna ótta um að þær myndu ýta undir frekara ofbeldi. Hann segir að síðustu ár hafi Trump fengið að láta skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum því það hafi verið trú Facebook að skoðanir hans mættu koma í dagsljósið þó þær væru öfgafullar og umdeildar. Nú sé ástandið annað og sé Facebook-reikningur Trump sé ógn við lýðræði Bandaríkjanna.

Fram kemur að lokun á reikningi Trump muni að minnsta kosti gilda í tvær vikur, þangað til að búið sé að skipta um valdhafa á friðsælan hátt.

https://www.facebook.com/zuck/posts/10112681480907401

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós