fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Bretar stefna að ótrúlegum árangri hvað varðar bólusetningar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sett þjóðinni það markmið að fyrir miðjan febrúar verði búið að bólusetja um 14 milljónir landsmanna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta er fólk úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. Johnson og ríkisstjórn hans segja að til þess að þetta gangi upp verði að vinna þrekvirki.

Bólusetning er talin mikilvægasta og besta leiðin út úr heimsfaraldrinum sem hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf heimsins og haft mikil áhrif á líf milljarða manna um allan heim. Nú hafa tæplega 1,9 milljónir látist af völdum veirunnar.

Samkvæmt bresku bólusetningaáætluninni á í fyrstu að bólusetja eldra fólk, meðal annars íbúa á dvalarheimilum, fólk með alvarlega sjúkdóma og almennt lélegt heilsufar auk framlínufólks.

Samkvæmt upplýsingum frá þeim aðstoðarráðherra, sem ber ábyrgð á bólusetningaráætluninni, er nú þegar búið að bólusetja fjórðung allra eldri en 80 ára. Í heildina er búið að bólusetja 1,3 milljónir Breta gegn veirunni. Þegar aðstoðarráðherrann var spurður hvort það væri raunhæft að ná að bólusetja um 14 milljónir manna fyrir miðjan febrúar sagði hann að til þess þurfi að vinna þrekvirki. Sky News skýrir frá.

Bretland er í fimmta sæti hvað varðar fjölda látinna í heimsfaraldrinum. Efnahagslíf landsins hefur farið mjög illa út úr honum. Síðustu daga hafa rúmlega 50.000 smit greinst daglega í landinu og á þriðjudaginn voru þau 60.916 en það var í fyrsta sinn sem fjöldinn fór yfir 60.000 á einum sólarhring. Þegar faraldurinn var í hámarki í vor fór fjöldi daglegra smita aldrei yfir 7.000 en það þarf að hafa í huga að þá var ekki hægt að taka eins mörg sýni og nú er gert. BBC segir að talið sé að í vor hafi smitin í raun verið um 100.000 á sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 1 viku

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 1 viku

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 1 viku

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt