fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Fékk lögregluvernd – „Þeir sendu mér lykkju sem við gátum hengt barnið okkar í“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 20:00

Dylan Groenewegen í forgrunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikum saman naut hollenski hjólreiðamaðurinn Dylan Groenwegen verndar lögreglunnar vegna alvarlegra hótana sem honum bárust. Í ágúst átti hann sök á að landi hans, Fabio Jakobsen, datt á hjóli sínu og slasaðist alvarlega. Sveif hann á milli lífs og dauða um hríð. Þetta fór mjög illa í marga aðdáendur hans og höfðu þeir í hótunum við Groenwegen.

„Við fengum handskrifuð bréf í pósti, með einu var lykkja sem við gátum hengt barnið okkar í. Þegar þú lest þessi skilaboð og sérð lykkjuna bregður þér. Þetta var augnablikið sem ég sá að þetta gæti ekki gengið svona,“ sagði Groenewegen í samtali við Wielerflits.

Í nokkrar vikur eftir slysið gætti lögreglan því heimilis hans og hann fékk lögregluvernd þegar hann fór út fyrir hússins dyr. „Við kærðum þetta til lögreglunnar sem brást strax við. Það sýnir hversu alvarlegar þessara hótanir voru. Auðvitað snertir þetta þig. Hvað var í gangi? Hvernig gat þetta gerst? Hversu sjúkur er þessi heimur sem við búum í?“ sagði Groenwegen.

Hann var dæmdur í níu mánaða keppnisbann fyrir hans þátt í því að Jakobsen datt. Bannið endar í maí. Hann sagði að hótanirnar gegn honum og barni hans hafi verið miklu erfiðari en keppnisbannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“