fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Barneignir í Suður-Kóreu – „Lúxus sem ég hef ekki efni á“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreskar konur eignast sífellt færri börn að meðaltali. Þetta hefur leitt til þess að nú fer landsmönnum fækkandi en það gerðist í fyrsta sinn í sögunni á síðasta ári. Um leið fer meðalaldur þjóðarinnar hækkandi. Það verða því færri vinnandi hendur í framtíðinni til að sjá fyrir og annast sífellt fleira eldra fólk.

Mikið ramakvein kvað við fyrr í mánuðinum þegar borgarstjórnin í höfuðborginni Seoul gaf út leiðbeiningar fyrir verðandi mæður. Þær innihéldu meðal annars góð ráð um hvernig þær eiga að sjá um að sinna öllum þörfum eiginmanna sinna á meðan þær ganga með börn undir belti. Þetta kveikti umræður um af hverju svo  margar konur velja að eignast ekki börn. CNN skýrir frá þessu.

Konur eiga að gæta að þyngd sinni á meðgöngu með því að virða fyrir sér fötin sem þær klæddust áður en þær urðu barnshafandi. Þegar líður að fæðingu eiga þær að tryggja að nægilega mikið sé til að tilbúnum mat fyrir eiginmennina og af hreinum fötum til að þeir komist í gegnum nokkra daga án þeirra. Þetta var meðal þess sem kom fram í leiðbeiningunum.

Margar konur vilja brjótast undan hinni hefðbundnu kynjaskiptingu hvað varðar heimilisstörf og á atvinnumarkaði en það er erfitt þar sem hefðir ráða miklu og ákveða þær því oft að eignast ekki börn. Það spilar einnig inn í að leikskólar og önnur daggæslu úrræði þykja oft ekki góð og erfitt er að koma börnum þar inn. Þá er dýrt að eiga börn og barnabætur þykja ekki háar. „Það væri gaman að eiga börn og stofna fjölskyldu en eftir mikla sjálfsskoðun ákvað ég að gera það ekki. Það kallar á of miklar fórnir og þjáningar af minni hálfu. Þetta er leitt því ég elska börn en þau eru lúxus sem ég hef ekki efni á,“ hefur CNN eftir Yoo Nara, 37 ára íbúa í Seoul. Hún sagðist einnig óttast að ef hún gangi í hjónaband bíði hennar sömu örlög og móður hennar sem þurfti stanslaust að vera  að sinna heimilisstörfum á meðan faðir hennar sat bara og gerði ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“