fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 08:00

Verðhækkanir og skortur á ýmsum vörum hafa gert vart við sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Írar eru farnir að finna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu því í stórmörkuðum eru hillur, sem ferskar matvörur eiga að vera í, yfirleitt tómar þessa dagana. Á meðan eru flutningabílar fullir af ávöxtum, kjöti og fiski fastir á hafnarsvæðunum í Belfast eða Dublin eftir komuna frá Bretlandi.

Samkvæmt samningi Breta og ESB, sem tók gildi 1. janúar, þarf að skila útflutningsskýrslum þegar ferskar matvörur eru fluttar til Norður-Írlands og tollverðir eiga að skoða farmana.

Norður-Írland er hluti af Stóra-Bretlandi og þar með ekki lengur meðlimur í ESB en svæðið nýtur ákveðinnar sérstöðu samt sem áður til að tryggja brothættan friðinn. Landamærin til Írlands eru opin en Írland er í ESB. Þar með eru galopin landamæri á milli Norður-Írlands og innri markaðar ESB. Til að virða landamærin við Írland kveður samningurinn á um að landamæri séu í Írlandshafi.

Flutningsaðilar eru enn að læra á nýja kerfið og margir hafa ekki haft nógu góða stjórn á pappírsvinnunni en að auki hefur viss skriffinnska hlaupið á ferlin og það er ekki til að auðvelda vöruflutningana.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrir helgi að ef þessi vandamál verða viðvarandi og ESB standi fast á því að túlka samninginn þannig að Bretum finnist það óréttlátt eða ónauðsynlegt muni þeir grípa til aðgerða til að leysa málin upp á eiginn spýtur. Hann sagði þó rétt að bíða aðeins og sjá hvernig málin þróast, hér sé um byrjunarörðugleika að ræða hvað varðar matvælaflutninga til Norður-Írlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna