fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Twitter lokar á nýkjörna þingkonu – Hyllti Qanon

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 21:30

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað fyrir aðgang Marjorie Greene, nýkjörinnar þingkonu á Bandaríkjaþingi, eftir að hún hyllti samsæriskenningahreyfinguna QAnon. Lokunin gildir tímabundið fyrst um sinn. Greene var kjörin á þing fyrir Repúblikana í Georgíu en hún hefur lengi tekið undir málstað QAnon.

Twitter lokaði fyrir aðgang hennar eftir að hún deildi við starfsmann kjörstjórnar um staðlausar ásakanir um kosningasvindl.  Í tölvupósti sem fulltrúi Twitter sendi frá sér kemur fram að lokað hafi verið tímabundið fyrir aðgang Greene vegna margra brota hennar á reglum Twitter hvað varðar skrif um stjórnmál.

Greene er að vonum ekki sátt við þetta og sakar Twitter um að beita skoðanakúgun. „Einokunarhálstak, sem örfá stór tæknifyrirtæki hafa á pólitískri umræðu í Bandaríkjunum, er stjórnlaust,“ skrifaði hún í yfirlýsingu í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“