fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 05:06

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld rannsaka nú árásina á þinghúsið í Washington í síðustu viku af miklum krafti. Við þinghúsið fundust sprengjur, táragasi var beitt gegn lögreglumönnum og múgur réðst inn í þinghúsið. Fimm létust í árásinni, þar af einn lögreglumaður. Steven D‘Antuono, yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Wahsington D.C. og Michael Sherwin, ríkissaksóknari, segja að árásin hafi verið svo hræðileg að lögreglan hafi nánast aldrei séð neitt þessu líkt.

Þeir héldu fréttamannafund á þriðjudagskvöldið og ræddu um rannsókn málsins. Frá því að árásin var gerð hafa FBI og ríkissaksóknarinn hafið rannsókn á tengslum 170 manns við árásina og 70 hafa þegar verið ákærðir. Lögreglan hefur fengið rúmlega 100.000 vísbendingar, ljósmyndir og myndbandsupptökur frá almenningi. En allt þetta er bara upphafið á rannsókninni.

„Ég held að umfang þessarar rannsóknar sé fordæmalaust, ekki bara í sögu FBI, heldur einnig í sögu dómsmálaráðuneytisins,“ sagði Sherwin.

Fram kom að þinghúsið og nánast allt svæðið í kringum það sé hluti af brotavettvanginum. Rannsókninni lýkur ekki á næstunni og munu margir mánuðir líða þar til henni verður lokið.

Sherwin sagði að um mörg brot væri að ræða sem væru til rannsóknar, allt frá póstþjófnaði, árásum á lögreglumenn, þjófnaði á ríkisleyndarmálum til morða og manndrápa. „Þetta nær yfir óskiljanlega margt,“ sagði Sherwin.

FBI er nú að rannsaka mörg mál er tengjast samsæri og hvatningu til uppreisnar. Allt að 20 ára fangelsi liggur við slíkum brotum. „Ég held að fólki bregði yfir því sem gerðist þarna inni,“ sagði Sherwin um atburðina í þinghúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum