fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Thomas datt í það – Vaknaði sem Céline Dion

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 05:45

Céline Dion, áður Thomas Dodd. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður vaknar, höfuðið er ekki alveg í besta ásigkomulaginu. Líkaminn er frekar slappur og minnið er ansi gloppótt. Eflaust kannast sumir við að hafa vaknað í svona ástandi eftir áfengisdrykkju og að hafa ekki alveg munað hvað gerðist á meðan víman varði. En fæstir hafa væntanlega lent í því sama og hinn breski Thomas Dodd lenti í nýlega.

Hann datt í það um jólin en þá stóðst hann ekki freistinguna og kláraði úr risastórri kampavínsflösku. Á meðan á áfengisvímunni stóð tók hann ákvörðun sem hann mundi síðan ekki neitt eftir fyrr en þann 30. desember þegar pósturinn kom.

„Ég virðist hafa drukkið aðeins of mikið um jólin og opinberlega breytt nafni mínu í Céline Dion,“ sagði hann á Twitter. Þar birti hann einnig skjöl sem þarf að fylla út í tengslum við nafnabreytingar í Bretlandi.

Skjölin sem Céline Dion, áður Thomas Dodd, fékk send. Mynd:Twitter

Að vonum hefur málið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og breskir og erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í samtali við The New York Post sagði hann að ferlið í kringum nafnabreytinguna sé í ákveðinni þoku. Hann viti að hann hafi drukkið áfengi og horft á tónleika með Céline Dion í sjónvarpinu á meðan en hún bæti alltaf skap hans. Hann viti einnig að 89 pund hafi verið tekin út af reikningi hans en það er kostnaðurinn við nafnabreytingu. „Í hreinskilni sagt, með hönd á hjarta, þá man ég ekki eftir að hafa gert þetta. Ég man bara að ég horfði á tónleikana og varð mjög drukkinn,“ sagði hann.

Þegar pósturinn kom með  skjöl um þetta til hans þurfti hann að sögn að setjast niður og melta þetta. „Ég skildi þetta bara ekki. Síðan skoðaði ég bankareikninginn minn og þá fékkst staðfesting á þessu. Þegar ég meðtók þetta loksins, skrifaði ég strax undir skjölin því ég elska hana,“ sagði hann og bætti við að hann hyggist halda nýja nafninu nema það fari að gera honum lífið erfitt.

Málið hefur haft ákveðin áhrif á líf hans að hans sögn en í samtali við The New York Post sagði hann að ljósmyndarar hafi komið sér fyrir utan við heimili hans og að hann fái mikið af tölvupóstum frá öðrum aðdáendum Céline Dion sem vilja gjarnan hitta hann.

Söngkonan Céline Dion.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið