fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Norður-Kórea hafnar „aðdáunarverðri“ tilraun til að koma á friði á milli Kóreuríkjanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 23:00

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafnaði nýlega boði Suður-Kóreu um að ríkin skrifi undir sameiginlega yfirlýsingu til að ljúka Kóreustríðinu formlega, 71 ári eftir að stríð braust út.

Ríkin hafa aldrei skrifað undir friðarsamning en þau skrifuðu undir vopnahléssamning 1953 og hefur vopnahlé því formlega verið í gildi síðan.

Samkvæmt frétt Sky News þá lagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, til á Allsherjarþingi SÞ í síðustu viku að Kóreuríkin myndu skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu sem gæti átt þátt í að koma á varanlegum friði þeirra á milli.

Kim Yo-jong, hin valdamikla systir einræðisherrans Kim Jong-un, svaraði tilboðinu og sagði það vera „aðdáunarvert og áhugavert“ en ekki væri hægt að ganga að því þar sem alltof miklir fordómar og fjandskapur séu í Suður-Kóreu gagnvart Norður-Kóreu.

Ri Thae-song, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu, hefur einnig hafnað tilboðinu og sagt að það sé ekki aðgengilegt á meðan Bandaríkin breyti ekki stefnu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“