fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Legosjóðurinn gaf UNICEF 9 milljarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 15:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lego Fonden, Legosjóðurinn, hefur að markmiði að styðja við verkefni sem bæta menntun barna í gegnum leik. En nýlega var vikið frá þessu markmiði þegar sjóðurinn gaf UNICEF, Barnahjálp SÞ, 70 milljónir dollara, sem svara til um 9 milljarða íslenskra króna, til að koma bóluefnum gegn COVID-19 til fólks sem hefur ekki aðgang að þeim að öðrum kosti.

Sjóðurinn hefur aldrei áður gefið svo háa fjárhæð í einu. Á síðasta ári gaf hann sem nemur um 7 milljörðum íslenskra króna til verkefna tengdum heimsfaraldrinum.

Jótlandspósturinn hefur eftir Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóra sjóðsins, að heimsfaraldurinn sé mjög sérstakur, hann haldi bara áfram, og þrátt fyrir að staðan sé frábær í Danmörku þá þurfi að hraða veitingu aðstoðar á mörgum stöðum. Af þeim sökum hafi UNICEF fengið þessa stóru gjöf.

Hún sagði rétt að gjöfin sé ekki innan þess ramma sem sjóðurinn starfar venjulega eftir en stjórn sjóðsins hafi ekki talið sér fært að sitja og bíða. Það þurfi að hraða bólusetningum barna, foreldra, kennara og heilbrigðisstarfsfólks í fátækum ríkjum heimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir