fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Piers Morgan segir að Meghan eigi eftir að fá martraðir

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum bárust fregnir af því að Piers Morgan hefði verið ráðin sem þáttastjórnandi hjá FOX News en hann hætti hjá sjónvarpsstöðinni ITV þegar hann var beðinn um að biðjast Meghan Markle afsökunar.

Hjá ITV var hann einn stjórnenda Good Morning Britain og var þar daginn eftir að umdeilt viðtal Meghan og Harry Bretaprins, eiginmanns hennar, var sýnt. Hann lét nokkur orð falla um Meghan sem er gömul vinkona hans en þau fóru fyrir brjóstið á sumum.

Morgan ætlar þó ekki einungis að starfa fyrir FOX heldur ætlar hann einnig að skrifa pistla fyrir The Sun. Hann varar Meghan við þar sem hann telur að hann muni gefa henni martraðir.

„Ég þori að veðja að hún hafi fagnað þegar ég yfirgaf Good Morning Britain svo þetta mun valda henni martröðum,“ sagði Morgan og virðist vera spenntur fyrir því að birtast í draumum Meghan.

Hann kveðst hafa hafnað 20 atvinnutilboðum áður en hann fékk loksins kallið frá FOX og er hann í skýjunum með að hafa beðið svo lengi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Morgan starfar fyrir The Sun en hann hóf störf þar fyrst árið 1988 og var þar í fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti