fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 19:30

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur eytt tæplega 150 aðgöngum einstaklinga og hópa í Þýskalandi sem tengjast þýsku hreyfingunni Querdenken. Facebook tilkynnti þetta í gær. Meðlimir Querdenken eru aðallega efasemdarfólk um bóluefni og öfgahægrimenn. Talsmenn Facebook segja að Querdenken haldi á lofti samsæriskenningum um að sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldursins svipti almenna borgara frelsi sínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Facebook grípur til beinna aðgerða gegn hreyfingunni. Nathaniel Gleicher, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, segir að þetta hafi verið gert þar sem hreyfingin valdi „samhæfðu samfélagstjóni“. Hann segir að Querdenken birti ofbeldisefni sem sé fyrst og fremst ætlað að kynda undir samsæriskenningu um að sóttvarnaaðgerðir þýsku ríkisstjórnarinnar séu liður í stærri áætlun um að svipta borgarana frelsi og grundvallarmannréttindum.

Facebook lokaði einnig aðgangi Michael Ballwed, stofnanda Querdenken.

Facebook ætlar ekki að eyða öllu efni sem tengist hreyfingunni en mun framvegis fylgjast betur með og grípa til aðgerða.

YouTube hefur einnig fjarlægt megnið af því efni sem Querdenken hafði birt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum