fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Andrés prins sagður sannfærður um að hann geti hrist af sér nauðgunarkæruna

Pressan
Miðvikudaginn 8. september 2021 22:06

Andrés prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Mirror hefur það eftir heimildarmönnum að Andrés prins sé sannfærður um að hann geti snúið aftur í sviðsljósið á næsta ári og „hrist af sér“ nauðgunarkæruna sem lögð hefur varið fram gegn honum.

Prinsinn á að hafa sagt trúnaðarvinum sínum að hneykslið í kjölfar þess að hann var sakaður um kynferðisbrot muni fljótlega deyja út og að málið sem meintur þolandi hans, Virginia Giuffre, hefur höfðað á hendur honum verði aldrei að neinu.

Virgina sakar Andrés um að hafa nauðgað sér þegar hún var 17 ára gömul á heimili fjármálarisans Jerry Epsteins í New York. Hún höfðaði einkamál á hendur Andrési til að draga hann til ábyrgðar fyrir brot sín, en meint brot áttu sér stað fyrir um tveimur áratugum síðan. Vonaðist hún jafnframt að með því að stíga fram og kæra þá muni það veita öðrum þolendum hugrekkið til að gera slíkt hið sama.

Á næsta ári fagnar Elísabet Bretadrottning 70 ára drottningarafmæli og samkvæmt heimildum innan hallarinnar mun Andrés ekki taka þátt í opinberum viðburðum af því tilefni. Hins vegar mun Andrés sjálfur standa í þeirri trú að hann nái að bjarga orðspori sínu í tæka tíð fyrir þetta sögulega afmæli.

Mirror hefur það nú eftir heimildarmönnum að Andrés geti harla beðið þess að snúa aftur á sjónarsviðið.

„Það hljómar kannski ómögulegt en ef eitthvað er þá hefur stappast í hann stálið undanfarnar vikur og hann er enn algjörlega sannfærður ekki bara um að hann verði sýknaður heldur að hann eigi greiða leið aftur í sviðsljósið,“ hefur Mirror eftir heimildum.

„Áætlun hans, ef áætlun má kalla, er að tjá sig ekki neitt um þessar ásakanir. Andrés segir að hann hafi ekki lesið fréttirnar og ekkert fylgst með því sem er að gera í kringum hann sem allir geta séð að er ekki bara hörmulegt fyrir orðstír hans heldur líka fyrir alla konungsfjölskylduna.“

Andrés er sagður hafa flúið í annað sinn á einum mánuði til Skotlands til að forðast stefnuvotta sem freista þess að birta honum skjöl vegna kæru Virginiu. Hann hefur neitað að tjá sig opinberlega um sakirnar og búast lagasérfræðingar við að málareksturinn gæti tekið allt að fimm ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca