fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Margrét Danadrottning vinnur að gerð kvikmyndar fyrir Netflix

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 08:15

Hér eru Margrét II og Bille August að undirbúa myndina. Mynd:Jacob Jørgensen JJ Film

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Danadrottning vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar fyrir Netflix í samvinnu við leikstjórann Bille August. Myndin byggist á skáldsögunni Ehrengard eftir Karen Blixen

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Drottningin sér um búninga- og sviðsmyndahönnun fyrir myndina.

„Að Ehrengard verði vakin til lífsins sem Netflix-mynd er frábært tækifæri. Ég hlakka mjög mikið til að kynna þessa heillandi sögu um táldrátt og þrá fyrir áhorfendum um allan heim,“ er haft eftir Bille August í fréttatilkynningunni. Einnig er haft eftir honum að drottningin hafi hannað frábæra búninga og sviðsmyndir sem munu skipta miklu máli fyrir myndina.

„Ég er ótrúlega ánægð með að taka þátt í þessu verkefni. Sögur Karen Blixen hafa alltaf heillað mig – með fagurfræðilegum lýsingum, ímyndunarafli og þeim myndum sem þær hafa birt mér,“ er haft eftir drottningunni í fréttatilkynningunni.

Ekki hefur verið skýrt frá hverjir munu fara með aðalhlutverkin í myndinni en hún verður tekin til sýninga hjá Netflix árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri