fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Margrét Danadrottning vinnur að gerð kvikmyndar fyrir Netflix

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 08:15

Hér eru Margrét II og Bille August að undirbúa myndina. Mynd:Jacob Jørgensen JJ Film

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Danadrottning vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar fyrir Netflix í samvinnu við leikstjórann Bille August. Myndin byggist á skáldsögunni Ehrengard eftir Karen Blixen

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Drottningin sér um búninga- og sviðsmyndahönnun fyrir myndina.

„Að Ehrengard verði vakin til lífsins sem Netflix-mynd er frábært tækifæri. Ég hlakka mjög mikið til að kynna þessa heillandi sögu um táldrátt og þrá fyrir áhorfendum um allan heim,“ er haft eftir Bille August í fréttatilkynningunni. Einnig er haft eftir honum að drottningin hafi hannað frábæra búninga og sviðsmyndir sem munu skipta miklu máli fyrir myndina.

„Ég er ótrúlega ánægð með að taka þátt í þessu verkefni. Sögur Karen Blixen hafa alltaf heillað mig – með fagurfræðilegum lýsingum, ímyndunarafli og þeim myndum sem þær hafa birt mér,“ er haft eftir drottningunni í fréttatilkynningunni.

Ekki hefur verið skýrt frá hverjir munu fara með aðalhlutverkin í myndinni en hún verður tekin til sýninga hjá Netflix árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri