fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Grunar McCann-hjónin – „Brottnámið var sviðsett“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 07:01

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 14 ár eru liðin síðan Madeleine McCann hvarf sporlaust úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal. Hún var þá þriggja ára. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt tveimur systkinum hennar á meðan þau fóru út að borða með vinum sínum á nálægum veitingastað.

Í upphafi rannsóknarinn var það portúgalski lögreglumaðurinn Goncalo Amaral sem stýrði henni. Hann ræðir um rannsóknina í heimildarmynd sem þýska blaðið Bild sýnir í kvöld.

Það vakti athygli í upphafi rannsóknarinnar að grunur Amaral beindist að foreldrum Madeleine, Kate og Gerry McCann. Hann var rekinn úr starfi fimm mánuðum eftir hvarf Madeleine. Hann skrifaði síðan bók um málið þar sem hann hélt fast í þá skoðun sína að Kate og Gerry leyndu einhverju.

„Það var margt sem benti til þess. Það var gluggi sem við gátum aldrei skorið úr um hvort var opinn eða lokaður. Okkur var sagt að meintur mannræningi hefði skriðið inn og út um gluggann en fingraförin sem við fundum voru af móðurinni. Það voru einu fingraförin sem fundust,“ segir hann.

Hann segir einnig að hjónin hafi hegðað sér grunsamlega. „Hegðun þeirra var undarleg. Það var eins og ekkert hefði gerst. Þau virtust hafa meiri áhyggjur af að fá ekki te en hvarfi barns þeirra. Það eru ekki eðlileg viðbrögð,“ segir hann.

McCann-hjónin.

Hann viðurkennir einnig að mistök hafi verið gerð í upphafi rannsóknarinnar. „Við hófum rannsóknina eins og einhverju hefði verið stolið. Hvernig komst ræninginn inn? Hvernig komst hann út? Voru ummerki um innbrot eða voru fingraför? Rannsóknin hefði átt að vera umfangsmeiri, eins og morðrannsókn. Það hefði átt að leita að lífsýnum, trefjum, hári. Þetta voru mistök,“ segir hann.

Hann vísar því einnig á bug að Þjóðverjinn Christian B., sem er nú í fangelsi í Þýskalandi, geti hafa verið að verki en þýska lögreglan er sannfærð um að hann hafi numið Madeleine á brott og myrt hana. Amaral segir að portúgalska lögreglan hafi farið heim til Christian B. 2007, áður en grunur beindist að McCann-hjónunum, en hann hafi ekki verið heima.

„Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem mál er leyst með því að búa til sönnunargögn. Þau sem bera aðalábyrgðina á hvarfi hennar eru þau sem önnuðust hana. Foreldrarnir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða