fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Biden var fastur fyrir í ávarpi til þjóðarinnar – „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 07:00

Joe Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi varðandi ástandið í Afganistan í kjölfar þess að hann kallaði bandaríska herliðið í landinu heim. Hann viðurkenndi að staða mála í landinu væri óljós en varði um leið ákvörðun sína um að kalla þá 3.500 hermenn, sem enn voru í landinu, heim.

Biden hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir að hafa kallað herliðið heim og þá sérstaklega eftir að Talibanar náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald á sunnudaginn. „Ég stend algjörlega við ákvörðun mína,“ sagði Biden.

Ræðu Biden hafði verið beðið af töluverðri eftirvæntingu í ljósi þeirrar ringulreiðar sem ríkir í Kabúl en þar fer spenna sífellt vaxandi. Sérstaklega á flugvellinum sem bandarískir hermenn eru með á valdi sínu. Í gær ruddust mörg þúsund manns inn á flugvöllinn í þeirri von að geta komist úr landi. Bandarískir hermenn reyndu að halda aftur af mannfjöldanum en verkefni þeirra er að tryggja að hægt sé að flytja Bandaríkjamenn, Afgana ,sem störfuðu fyrir Bandaríkjaher og bandamenn þeirra, og vestræna ríkisborgara úr landi.

Biden sagði að áætlun liggi fyrir um hvernig eigi að koma Bandaríkjamönnum úr landi en viðurkenndi að stjórn hans hefði ekki séð fyrir hversu fljótt Talibanar myndu ná Kabúl á sitt vald. „En það hefur aldrei verið ætlunin að byggja landið upp. Við komum þangað til að gera út af við al-Kaída og það gerðum við,“ sagði hann.

Biden sagðist ekki vilja vera með bandaríska hermenn í Afganistan einum degi lengur en nauðsyn krefur. „Við getum ekki látið hermenn okkar deyja í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki einu sinni berjast í,“ sagði hann og vísaði þar til þess að 300.000 manna her landsins hrundi saman á nokkrum dögum en hann hafði verið þjálfaður af bandarískum hermönnum árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“