fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

WHO varar við – Banvæn veira fannst í Afríku – 80-90% dánartíðni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 05:57

Marburgveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO varar við veiru sem varð manni að bana í Gíneu í Vestur-Afríku. Veiran heitir Marburgveira og er þetta í fyrsta sinn sem hún hefur fundist í Vestur-Afríku. Veiran er bráðsmitandi og banvæn en dánartíðni smitaðra er á milli 80 og 90%.

Sá sem lést bjó í bænum Guéckédougou. Marburgveiran er í ætt með Ebóluveirunni. Hún er sjaldgæf en hefur komið fram á ýmsum stöðum í Afríku síðustu 50 árin.

Fyrsta tilfellið var skráð 1967 en þá voru apar, sem voru smitaðir af veirunni, fluttir til Þýskalands og þáverandi Júgóslavíu þar sem þeir voru notaðir á tilraunastofum. Sjö starfsmenn tilraunastofanna létust af völdum veirunnar. 1975, 1980 og 1987 voru litlir faraldrar veirunnar í Afríku.

1998 til 2000 var faraldur veirunnar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og létust 125. 2004 og 2005 létust 227 lífið af völdum hennar í Angóla. Síðar létust 15 í Úganda af völdum hennar.

WHO segir að það verði að stöðva útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að Marburgveiran berist hingað og þangað þýðir að við verðum að stöðva hana,“ segir Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku.

Yfirvöld í Gíneu vinna nú að smitrakningu og upplýsingaherferð er hafin í landinu til að fræða almenning um veiruna og stöðva smit. Sérfræðingar frá WHO eru komnir til landsins til að aðstoða við að stöðva útbreiðslu hennar.

Veiran berst í fólk frá ákveðinni tegund leðurblaka og berst síðan á milli fólks með beinni snertingu við líkamsvökva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri