fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Hafa greitt fórnarlömbum Epstein 120 milljónir dollara í bætur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 07:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjóður, sem var settur á laggirnar til að greiða bætur til fórnarlamba bandaríska barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein, hefur nú greitt 138 fórnarlömbum hans 121 milljón dollar í bætur. 225 hafa sótt um bætur úr sjóðnum sem heitir „Epstein Victims‘ Compensation Fund“.

Umsóknirnar eru mun fleiri en reiknað var með þegar sjóðurinn var settur á laggirnar á síðasta ári en þá var reiknað með að um 100 umsóknir myndu berast.

Þeir umsækjendur sem fengu höfnun á umsóknum sínum eða höfnuðu þeim bótum sem þeim voru boðnar geta enn farið aðrar leiðir með kröfur sínar á hendur Epstein.

Jordana Feldman, sem stýrir sjóðnum, segir í yfirlýsingu að þolendurnir „hafi haft tækifæri til að tala um málin í öruggu umhverfi þar sem þeir gátu deilt nákvæmum, persónulegum og skelfilegum lýsingum á því sem þeir gengu í gegnum“.

Feldman sendi frá sér yfirlýsingu um stöðu mála í dag en í dag eru nákvæmlega tvö ár liðin síðan Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í New York. Hann hafði skrifað undir erfðaskrá sína tveimur dögum áður. Hann beið réttarhalda vegna ákæru um mansal og kynferðisbrot gegn börnum. Hann átti allt að 45 ára fangelsi yfir höfði sér.

Hin opinbera dánarorsök Epstein er sögð vera sjálfsvíg en margir eru fullir efasemda um það og telja að honum hafi verið ráðinn bani vegna tengsla hans við valdamikið fólk. Í nýlegri umfjöllun DV er hægt að lesa meira um efasemdir Julie K. Brown um dánarorsökin en það var hún sem kom máli Epstein af stað með umfjöllun um hann.

Hún afhjúpaði Jeffrey Epstein – Er full efasemda um dauðdaga hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914