fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Nýja-Sjáland og Ísland eru í bestu stöðunni ef samfélagshrun á sér stað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 06:59

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að „innan nokkurra áratuga“ muni samfélagslegt hrun eiga sér stað á heimsvísu. Þeir hafa fundið þau fimm ríki þar sem best er að vera ef þessi dökka spá þeirra rætist. Nýja-Sjáland trónir á toppi listans.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að innan nokkurra áratuga geti samfélagslegt hrun átt sér stað vegna áhrifa af eyðileggingu vistkerfa, takmarkaðra náttúruauðlinda og fólksfjölgunar auk loftslagsbreytinganna.

„Mjög líklegt“ samfélagshrun myndi koma fram í rofnum aðfangakeðjum og alþjóðasamningum og hruni alþjóðlegrar fjármálauppbyggingar að sögn vísindamanna  vil Global Sustainability Institute hjá Anglia Ruskin háskólanum. Þeir segja að slík vandamál geti breiðst hratt út vegna þess hversu ríki heims eru tengd og háð hvert öðru.

Vísindamennirnir segja að þau fimm ríki, sem eru best staðsett til að geta haldið samfélaginu gangandi, séu Nýja-Sjáland, Ísland, Bretland, Írland og Ástralía. Öll eiga þessi ríki það sameiginlegt að vera eyjur eða heimsálfa þar sem sveiflur á hitastigi og úrkomumagni eru minni en annars staðar vegna nálægðar þeirra við sjó.

Vísindamennirnir segja að þetta geri að verkum að þessi ríki séu líklegri en önnur til að búa við frekar stöðug skilyrði í framtíðinni þrátt fyrir áhrif loftslagsbreytinganna.

Það sem kom Nýja-Sjálandi á topp listans er aðgengi að jarðvarma, vatni til raforkuframleiðslu, mikið landrými fyrir landbúnað og fámenni. Þetta gerir að verkum að íbúar landsins eiga að mati vísindamannanna góða möguleika á að lifa samfélagshrun af og halda samfélaginu gangandi. Sömu eiginleikar eiga einnig við um Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir