fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Tölvuleikjaframleiðandi sakaður um óviðeigandi viðhorf til kvenna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 05:55

Activision Blizzard Inc er sakað um alvarlega hluta. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuleikjaframleiðandinn Activision Blizzard Inc. sem framleiðir meðal annars hina vinsælu tölvuleiki World of Warcraft og Diablo er sakaður um að ýta undir svo kallaða „frat-boy“ menningu innan fyrirtækisins. Þetta hefur að sögn í för með sér að konur, sem starfa hjá fyrirtækinu, verða fyrir stöðugri kynferðislegri áreitni og mismunun.

Þetta kemur fram í lögsókn á hendur fyrirtækinu sem Department of Fair Employment and Housing í Kaliforníu hefur lagt fram. Bloomberg Law skýrir frá þessu.

„Frat“ eða „Fraternity“ er orð sem er notað yfir félagsskap í bandarískum háskólum en aðeins karlar fá aðgang að þeim. Þessir félagsskapar hafa margoft verið gagnrýndir fyrir brengluð viðhorf til kvenna og áfengis.

Um 20% starfsfólks hjá Activision Blizzard Inc. eru konur og rannsókn hefur leitt í ljós að margar þeirra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og mismunun vegna kynferðis síns án þess að stjórnendur hafi brugðist við.

Í lögsókninni er því meðal annars lýst að ölvaðir karlkyns starfsmenn hafi skriðið um skrifstofurýmið og sýnt af sér „óviðeigandi framkomu“. Stjórnendur fyrirtækisins eru einnig sakaðir um að gera engar athugasemdir við að karlkyns starfsmenn spili tölvuleiki allan daginn í vinnunni og að verkefnum þeirra sé þá ýtt yfir á konurnar og grín gert að nauðgunum.

Konunum er einnig mismunað hvað varðar laun, verkefni og möguleika á stöðuhækkunum. Margar konur segja að það hafi haft neikvæð áhrif á framamöguleika þeirra innan fyrirtækisins að verða barnshafandi.

Einnig kemur fram í lögsókninni að ein kona hafi tekið líf sitt þegar hún var í vinnuferð með karlkyns starfsmanni. Hún hafði orðið fyrir mikilli kynferðislegri áreitni áður en hún tók líf sitt, til dæmis hafði nektarmynd af henni verið látin ganga manna á milli í samkvæmi á vegum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir