fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Sjúkrahússtarfsmenn handteknir – Kröfðu COVID-19-sjúklinga um greiðslu fyrir sjúkrarúm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 07:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Perú hefur handtekið níu sjúkrahússtarfsmenn sem eru grunaðir um að hafa krafið COVID-19-sjúklinga um greiðslu upp á sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á sjúkrahúsi. Sjúkrahúsið sem um ræðir er rekið af ríkinu og þar á fólk að fá ókeypis þjónustu.

Það var í gærmorgun sem lögreglan handtók fólkið en á meðal hinna handteknu eru stjórnendur sjúkrahússins, sem heitir Guillermo Almenara Irigoyen, sem er í Lima.

Lögreglunni hafði borist ábending frá bróður sjúklings sem var krafinn um sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á gjörgæsludeild og læknismeðferð.

Þegar heimsfaraldurinn var í hámarki í Perú greiddu margir sjúklingar háar upphæðir til að komast að á einkasjúkrahúsum en þá var opinbera heilbrigðiskerfið komið að fótum fram.

Á Guillermo Almenara Irigoyen sjúkrahúsinu á öll þjónusta að vera ókeypis en það getur hins vegar verið löng bið eftir að komast að en 80 gjörgæslurými eru þar.

Í mars á síðasta ári voru aðeins nokkur hundruð gjörgæslurými í öllu landinu en þau eru nú um 3.000 að sögn Sky News. Rúmlega tvær milljónir Perúbúa hafa greinst með kórónuveiruna og tæplega 200.000 dauðsföll af völdum COVID-19 hafa verið skráð. 33 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér